top of page
PLO_2021_FBevent_1920x1005_brum_v1.png

4. sept. 11:00 - 16:30

5. sept. 11:00 - 16:30

(Borgarstjóraplanið)

BRUM er hljóðganga í skógi. Þátttakendur hlusta sig inn í skóginn og upplifa tengsl trjánna hvert við annað og manneskjuna. Hvernig er skógurinn í þínu nærumhverfi og hversu vel tekur þú eftir trjánum  í kringum þig , veistu hvað þau heita? Hefur þú faðmað tré? Í BRUM gefst þér tækifæri til að fara inn fyrir börkinn og kynnast trjánum á áður óþekktan máta.

Trén í skóginum eru flytjendur verksins og leiða áhorfendur í gegnum ferðalag þar sem þau miðla djúpri vitneskju tilvistar sinnar sem á ævintýralegan hátt endurspegla samfélag manna. Áhorfandinn leggur af stað í leiðangur einsamall eða í félagsskap náinna ferðalanga. Í BRUM gefst áhorfandanum tækifæri á að hverfa tímabundið úr mannmiðjaðri hugsun og slaka inn í augnablikið sem skógurinn hefur uppá að bjóða í hvers kyns veðráttu sem ríkir. Trén hafa áhrif á skynjun áhorfandans í skóginum, mótandi og stýrandi, til dæmis með því að láta áhorfandann leika, snerta, tala, syngja, liggja og upplifa. 

 

Hægt að bóka slot á fimmtán mínútna fresti milli 11:00-16:30. Upplifunin getur tekið á milli 60-120 mínútur, allt eftir hraða áhorfenda.

Aðstandendur: Andrea Elín Vilhjálmsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter, Harpa Arnardóttir, Kara Hergils og Ragnheiður Erla Björnsdóttir.

bottom of page