17. febrúar kl. 17:00-18:00
Fjörunni í Fossvogi á mörkum
Reykjavíkur og Kópavogs
Frítt
Tif tekst á við ómöguleikann sem felst í því að viðhalda stöðugri framvindu. Um er að ræða innsetningu þar sem taktmælar, náttúru hrynjandi og umhverfið vefa saman heild.
Sóley Frostadóttir starfar sem danshöfundur, kennari og ritstjóri. Hún útskrifaðist með BA gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands 2017. Í MA námi sínu í ritstjórn og útgáfu lagði hún áherslu á listtímarit, listaverkabækur og bókverk. Hún er ritstjóri tímaritsins Dunce, sem fjallar um kóreografíu og gjörningalist. Hún lauk MFA námi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands 2022. Sóley vinnur þvert á miðla og hefur sýnt verk sín m.a á Reykjavík Dance Festival í Mengi, á Barnamenningarhátíð, í Midpunkt, Gerðarsafni, Listasafni Reykjavíkur og í Ásmundarsal.