top of page
PLO_laekurinn_FB_event_1080x1920_v1.jpg

22.sept kl. 19:00

Aðgangur ókeypis

Á milli Íþróttahúss Seljaskóla og Hólmaselstjarnar er almenningsgarður. Þvert yfir garðinn liggur skurður og yfir þennan skurð liggja tvær brýr. Þarna átti að renna lækur fyrir nokkrum áratugum, en það verkefni stendur enn óklárað. 
 

Selma Reynisdóttir er uppalin í Seljahverfi. Í tæplega tvo áratugi gekk hún um þetta svæði og ímyndaði sér hliðstæðan veruleika þar sem um þennan skurð og undir þessar brýr rynni lækur. Nú er komið að því að Selma bregði sér í hlutverk læksins og líði um skurðinn sem lækurinn sem aldrei varð. 
Um leið og verkið er tilraun til þess að bleyta upp í þurrum skurði, er það vangavelta um tilvist og sögu Breiðholts, um almenningsrými sem aldrei urðu og fantasíur í úthverfum höfuðborgarinnar.

 

Viðburðurinn stendur yfir til klukkan 20.00 og það verða léttar veitingar og teppi til staðar, en mælt er að koma í hlýjum fötum.
 

 

bottom of page