27. nóvember kl. 19:00-21:00
Gerðarsafn Listasafn Kópavogs
3500 kr.
Í einni hnefafylli af mold má finna fleiri lífverur en nemur öllum manneskjum á jörðinni. Veröldin sem leynist undir fótum okkar er flókið samskiptakerfi gerla, sveppa, plantna og dýra. Þetta flókna kerfi er það sem elur okkur og heldur okkur við. Sem áminning um þetta mikilvæga samband manns og moldar, kanna Ada og Kuba hvort hægt sé að koma jörðinni sjálfri aftur að í matarvenjum okkar.
Hinn fimm rétta grænmetismatseðill er hugarsmíð Jakubs Ziemann, kokki á veitingastaðnum ÓX, sem prýddur er Michelin-stjörnu. Maturinn er reiddur fram á einnota borðbúnaði úr óunninni mold og á keramiki sem litað er með staðbundnum jarðefnum en allur borðbúnaður er handgerður af Ödu Stanczak, keramikhönnuði.
Viðburðurinn er haldinn á ensku.