
FRÉTTIR
Vettvangsferð til Finnlands
_____
Listrænn stjórnandi og verkefnastjóri fóru til Finnlands dagana 28.janúar - 14.febrúar að skoða möguleikann á að setja upp Plöntutíðar afleggjara í Hyrynsalmi. Evrópski ferðastyrkurinn i-Portunus styrkir undirbúningsvinnuna sem er samstarf við sjálfstæða framleiðandann Tiina Pehkonen og Mustarinda residensíuna. Myndirnar eru teknar í ævintýralegri vettvangsferð um snæviþaktan skóginn á snjóþrúgum.

Skiing into the forest around Mustarinda Photographer: Andrea Vilhjálmsdóttir

Photographer: Tiina Pehkonen

Photographer: Andrea Vilhjálmsdóttir

Skiing into the forest around Mustarinda Photographer: Andrea Vilhjálmsdóttir
Sjálfbær samruni í Norræna húsinu
_____
Listrænn stjórnandi Plöntutíðar tók þátt í viðburðaröðinni „Sjálfbær samruni – samtal lista og vísinda um sjálfbærni“ á vegum Stofnunar Sæmundar fróða í samstarfi við Norræna húsið. Síðastliðinn fimmtudag var haldinn annar viðburður af þremur viðburðaröðinni og var umræðuefnið frásagnir, mannleg samskipti og vitundarvakning. Sjónum var beint að sögum eða „narratívum“ samtíma okkar; samskiptum, hlustun og von. Hvernig endurspeglast umhverfismál í frásögnum okkar samtíma? Hvert er hlutverk skapandi greina í að segja sögur sem vekja fólk til vitundar um sjálfbærni og umhverfismál en vekja einnig von um framtíðina? Hvernig tvinnast frásagnir og samskipti saman við neyslumenningu og gildi?
LEIT AÐ KRÖKKUM!
_____
Sýningin Plöntuleikhús leitar að áhugasömum krökkum á aldrinum 9-12 ára til að taka þátt í vinnustofu og sýningu á Plöntutíð 5. September. Vinnustofan hefst fimmtudaginn 19. ágúst. Vinnustofan verður þriðjudaga og fimmtudaga milli 4 og 6 í Grasagarðinum og lýkur með sýningu í Grasagarðinum sunnudaginn 5. September. Skráning með tölvupósti plontutid@gmail.com


SKRÁNING
Skráning til 3.júlí

Hvað er Plöntuleikhús? Fyrir hverja er það? Er hægt að búa til leikhús þar sem plöntur eru einu listamennirnir? Er hægt að gera leikhús þar sem aðeins plöntur eru áhorfendur? Í sameiningu ætla plöntusérfræðingar að fara í skapandi ferli með það að markmiði að skapa saman sviðsverk sem verður sýnt utandyra á sviðslistahátíðinni Plöntutíð 5. september.
LEIT AÐ KRÖKKUM!
_____
Plöntuleikhúsið er tveggja vikna námskeið frá 5. - 16. júlí fyrir krakka sem hafa áhuga á að búa til Plöntuleikhús. En hvað er Plöntuleikhús? Fyrir hverja er það? Er hægt að búa til leikhús þar sem plöntur eru einu listamennirnir? Er hægt að gera leikhús þar sem aðeins plöntur eru áhorfendur? Í sameiningu ætla plöntusérfræðingar að fara í skapandi ferli með það að markmiði að skapa saman sviðsverk sem verður sýnt utandyra á sviðslistahátíðinni Plöntutíð 5. september.
Á námskeiðinu verður farið í í fræðsluleiðangur í grasagarð til að fræðast um plöntur og vettvangsferðir til að kynnast öðrum plöntulistamönnum og vinnuaðferðum þeirra. Vinnustofan er í höndum sviðshöfundanna Andreu Elínar Vilhjálmsdóttur og Lóu Bjarkar Björnsdóttur.Þær hafa báðar reynslu af skapandi vinnu með börnum og leggja upp með að námskeiðið verði bæði skemmtilegt og valdeflandi fyrir þátttakendur.
Áhugasamir geta sótt um hér fyrir 30.júní.
Vinnustofan verður með starfsstöð í Yogavin á Grensásvegi 16, efsta hæð, 108 Reykjavík. Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands og er frítt.
BRUM SUMARNÁMSKEIÐ Í NÁTTÚRUPERLU
_____
HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á TRJÁM OG TÓNLIST?
Sviðslistarhópurinn Trigger Warning býður upp á sumarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára dagana 5. - 9. júlí í Heiðmörk fyrir börn búsett í Reykjavík og 12. - 16. júlí í Guðmundarlundi fyrir börn búsett í Kópavogi. Þar gefst krökkunum tækifæri á að búa til upplifunarverk með listahópnum sem sýnt verður fyrir áhorfendum í ágúst og september.
Meðal þess sem verður gert á námskeiðinu er fræðsla um skógrækt og gróður, handleiðsla tónsmiðs og alls kyns skapandi æfingar og samsköpun í hópum. Leiðbeinendur eru Andrea Elín Vilhjálmsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter, Harpa Arnardóttir, Kara Hergils og Ragnheiður Erla Björnsdóttir.
Fylltu út umsókn hér:

SKRÁNING
Skráning til 3.júlí
Sviðslistarhópurinn Trigger Warning býður upp á sumarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára dagana 5. - 9. júlí í Heiðmörk fyrir börn búsett í Reykjavík og 12. - 16. júlí í Guðmundarlundi fyrir börn búsett í Kópavogi. Þar gefst krökkunum tækifæri á að búa til upplifunarverk með listahópnum sem sýnt verður fyrir áhorfendum í ágúst og september.
BRUM Námskeið

Leit að unglingum!
_____
Ásrún Magnúsdóttir verður með verk á hátíðinni í ár og leitar nú að 100 unglingum til að taka þátt í verkinu. Það verður sýnt fyrstu helgina í september og hér er hægt að lesa meira og skrá sig, eða börnin sín, eða nemendurna sína, eða einhvern sem þið haldið að gæti átt erindi.
Ljósmyndari: Alda Valentína Rós

LISTAMENN 2021
Ásrún Magnúsdóttir
Búi Bjarmar Aðalsteinsson
Dóra Haraldsdóttir
Eva Halldóra Guðmundsdóttir
Gunnur Martinsdóttir Schlüter
Harpa Arnardóttir
Hrefna Lind Lárusdóttir
Íris Skúladóttir
Jakub Ziemann
Kara Hergils
Lóa Björk Björnsdóttir
Ragnar Ísleifur Bragason
Ragnheiður Erla Björnsdóttir
Vigfús Karl Steinsson
Wiola Ujazdowska
Yelena Arakelow
Plöntutíð á Hugarflugi 2021
Vendipunktur
_____
10. febrúar kl: 14:00—15:00
Í hringborðsumræðunum munu sviðslistamenn sem áttu verk á fyrstu hátíðinni fjalla um kveikjur að baki verkanna og hvers vegna þau velja að vinna verk fyrir og/eða með plöntum. Auk þess verða áhorfendur leiddir í gengnum örverk sem gefa vísi að því hvers konar verk verða til umfjöllunar.
Þátttakendur á hringborðsumræðum:
Andrea Elín Vilhjálmsdóttir
Anna Katrín Einarsdóttir
Búi Bjarmar Aðalsteinsson
Gunnur Martinsdóttir Schlüter
Hrefna Lind Lárusdóttir
Kara Hergils
Lóa Björk Björnsdóttir
Ragnheiður Erla Björnsdóttir
Vala Höskuldsdóttir