top of page

BRUM SUMARNÁMSKEIÐ Í NÁTTÚRUPERLU

Plöntutíð

25. maí 2021

ERTU KRAKKI OG HEFUR ÁHUGA Á TRJÁM OG TÓNLIST?

Sviðslistarhópurinn Trigger Warning býður upp á sumarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára dagana 5. - 9. júlí í Heiðmörk fyrir börn búsett í Reykjavík og 12. - 16. júlí í Guðmundarlundi fyrir börn búsett í Kópavogi. Þar gefst krökkunum tækifæri á að búa til upplifunarverk með listahópnum sem sýnt verður fyrir áhorfendum í ágúst og september.

Meðal þess sem verður gert á námskeiðinu er fræðsla um skógrækt og gróður, handleiðsla tónsmiðs og alls kyns skapandi æfingar og samsköpun í hópum. Leiðbeinendur eru Andrea Elín Vilhjálmsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter, Harpa Arnardóttir, Kara Hergils og Ragnheiður Erla Björnsdóttir.


Skráning stendur yfir til 3.júní!

Fylltu út umsókn hér:

https://forms.gle/tyCYuHcQs1hgWVCy6

bottom of page