top of page

Opið kall

Plöntutíð

13. feb. 2021

Hefur þú verið að þróa performans fyrir plönturnar þínar? Hefur þú verið að sefa loftlagskvíða með sviðslislista- og leikhús tækninni þinni?

Kæri sviðslistamaður, Plöntutíð kallar eftir verkum!

Plöntutíð er sviðslistavettvangur á Íslandi sem skipuleggur hátíð 3.— 5. September 2021 í Reykjavík og Kópavogi.

Viðburðir hátíðarinnar fara mestmegnis fram utandyra í bakgörðum listamanna, almenningsgörðum, gróðurhúsum, skógum, stöðum sem þig óraði ekki fyrir og á internetinu. Ef þú ert að vinna með lifandi flutning á efni sem tengist náttúrunni, plöntum, dýrum, vistkerfinu, þolmörkum jarðar, sjöttu útrýmingunni, sjálfbærni o.s.fv. þá er Plöntutíð rétti vettvangurinn fyrir þig.

Við tökum við tillögum til 7.mars.

Sýningarlaun upp á 100.000 kr. verða í boði fyrir valin verk.

Hverjir geta sótt um?

Sviðshöfundar, leikarar, dansarar, leikstjórar, danshöfundar, leikskáld, myndlistamenn og aðrir listamenn sem vinna með gjörninga, lifandi innsetningar eða lifandi flutning.


Sækja um hérbottom of page