Plöntutíð
23. apr. 2022
Ert þú að vinna með vistdramatúrgíu? Ertu með hugmynd að vistmiðjuðu sviðslistaverki?
Plöntutíð kallar eftir verkum! Í ár verður hátíðin í Reykjavík og Kópavogi dreifð yfir árið í takt við árstíðirnar.
Viðburðir hátíðarinnar fara mestmegnis fram utandyra í bakgörðum listamanna, almenningsgörðum, gróðurhúsum, skógum, stöðum sem þig óraði ekki fyrir og á internetinu. Ef þú ert að vinna með lifandi flutning á efni sem tengist náttúrunni, plöntum, dýrum, vistkerfinu, sjálfbærni o.s.fv. þá er Plöntutíð rétti vettvangurinn fyrir þig.
Sýningarlaun verða í boði fyrir valin verk.
Við tökum við tillögum til 11.maí.
Í umsókn skal greina skýrt frá verkinu sem umsækjandi vil vinna að og sýna á Plöntutíð.
Hverjir geta sótt um? Sviðshöfundar, leikarar, dansarar, leikstjórar, danshöfundar, leikskáld, myndlistamenn og aðrir listamenn sem vinna með gjörninga, lifandi innsetningar eða lifandi flutning.
Þar sem hátíðin leggur áherslu á að vinna með lókal umhverfi og listamönnum þarf umsækjandi að vera með búsetu á Íslandi.
Sækja um hér!