Plöntutíð
13. nóv. 2021
Listrænn stjórnandi Plöntutíðar tók þátt í viðburðaröðinni „Sjálfbær samruni – samtal lista og vísinda um sjálfbærni“ á vegum Stofnunar Sæmundar fróða.
Síðastliðinn fimmtudag var haldinn annar viðburður af þremur viðburðaröðinni og var umræðuefnið frásagnir, mannleg samskipti og vitundarvakning. Sjónum var beint að sögum eða „narratívum“ samtíma okkar; samskiptum, hlustun og von. Hvernig endurspeglast umhverfismál í frásögnum okkar samtíma? Hvert er hlutverk skapandi greina í að segja sögur sem vekja fólk til vitundar um sjálfbærni og umhverfismál en vekja einnig von um framtíðina? Hvernig tvinnast frásagnir og samskipti saman við neyslumenningu og gildi?
Dagskrá
„Að hlusta og heyra“ Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki við HÍ
„Fótspor“ Þórdís Helgadóttir, rithöfundur og heimspekingur
„Listin að miðla vísindum“ Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, líffræðingur og umhverfisverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna
„Fleiri fjölfræðinga, takk!“ Sverrir Norland, rithöfundur
Andrea Vilhjálmsdóttir „Plöntumiðjaðar sviðslistir – Plöntutíð“
Í spilaranum er að finna upptöku af viðburðinum.