top of page

Sjálfbær samruni í Norræna húsinu

Plöntutíð

13. nóv. 2021

Listrænn stjórnandi Plöntutíðar tók þátt í viðburðaröðinni „Sjálfbær samruni – samtal lista og vísinda um sjálfbærni“ á vegum Stofnunar Sæmundar fróða.

Síðastliðinn fimmtudag var haldinn annar viðburður af þremur viðburðaröðinni og var umræðuefnið frásagnir, mannleg samskipti og vitundarvakning. Sjónum var beint að sögum eða „narratívum“ samtíma okkar; samskiptum, hlustun og von. Hvernig endurspeglast umhverfismál í frásögnum okkar samtíma? Hvert er hlutverk skapandi greina í að segja sögur sem vekja fólk til vitundar um sjálfbærni og umhverfismál en vekja einnig von um framtíðina? Hvernig tvinnast frásagnir og samskipti saman við neyslumenningu og gildi?


Dagskrá

  • „Að hlusta og heyra“ Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki við HÍ

  • „Fótspor“ Þórdís Helgadóttir, rithöfundur og heimspekingur

  • „Listin að miðla vísindum“ Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, líffræðingur og umhverfisverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna

  • „Fleiri fjölfræðinga, takk!“ Sverrir Norland, rithöfundur

  • Andrea Vilhjálmsdóttir „Plöntumiðjaðar sviðslistir – Plöntutíð“


Í spilaranum er að finna upptöku af viðburðinum.


bottom of page