top of page
PLO_2021_FBevent_1920x1005_plontusnudur_v1.png

4. sept. 20:30

Skeljanesi 21

Þær eru þöglar, fagrar, sveigjanlegar, viðkvæmar en samt sterkar og lífseigar. Andstæðan við okkar dýrslegu hvatir. Plöntusnúður þeytir skífum fyrir mannfólk og plöntur í réttu rakastigi á meðan mannfólkið sleppir tökunum í nærandi umhverfi.


Plöntur og fólk djamma saman! Plöntusnúður er hljóðverk sem frumflutt verður í Tóma rýminu 4. september en síðar gefið út til streymis svo hægt verður að djamma með sínum eigin plöntum heima fyrir.

Aðstandendur eru Eva Halldóra Guðmundsdóttir og Vigfús Karl Steinsson.


Eva Halldóra Guðmundsdóttir er menntaður sviðshöfundur og söngkona. Vigfús Karl Steinsson er plötusnúður og tónlistarmaður. Saman erum við Eyrð. Hljóðheimar, tónlist og áhrif hljóðs heltekur huga okkar. Við erum undir miklum áhrifum diskósins og boðskapar stefnunnar í heild sinni. Við trúum á jafnvægi, jafnrétti og ást. Markmið Eyrðar að rannsaka, vinna með og upplifa hljóð í víðum skilningi. Með því að móta og vinna með hljóð höfum við fundið áhrif. Ekki bara á okkur sjálf heldur umhverfið í heild sinni. Við leitumst eftir því að ná stjórn á áhrifum þess en að sleppa tökum á hljóðinu. Fylgjast með því smjúga inn í hvern krók og kima veraldar okkar og vonandi dreifa boðskap ástar sem víðast.
 

bottom of page