top of page
PLO_2021_FBevent_1920x1005_plontuleikhus_v1.png

5. sept kl. 12:00 - 13:00

Grasagarður Reykajvíkur

Frítt

Hvað er plöntuleikhús? Fyrir hverja er það? Er hægt að búa til leikhús fyrir plöntur?

Sem planta eða með plöntum?


Plöntuleikhúsið verður sýnt í Grasagarðinum klukkan 12:00, laugardaginn 5. september og gestir eru beðnir að koma með plöntu með sér.

Sviðshöfundurinn Lóa Björk Björnsdóttir fékk áhuga á listsköpun fyrir plöntur þegar hún bjó til sviðslistaverk fyrir pottaplöntur í stofunni heima hjá sér 2017. Verkið heitir Plantasía og hefur verið í þróun síðan og tekið á sig nýjar myndir og var Plantasía II sýnd á sviðslistahátíðinni Plöntutíð 2020. Núverandi mynd Plantasíu er samsköpunarleikhús með börnum þar sem börnin kynnast aðferðum til að skapa sitt eigið Plöntuleikhús. Í sameiningu fóru plöntusérfræðingar á aldrinum 9-12 ára í listræna rannsókn og bjuggu til allskonar Plöntuleikhús. Krakkarnir kynntu sér plönturíkið, kynntust plöntum og fundu sína innri plöntu. Í sameiningu skrifuðu krakkarnir og plönturnar stutt leikrit og fundu sína innri plöntu. Inn í það blandast senur úr Plantasíu þar sem Lóa, Salvör og Eygló halda áfram tilraunum sínum til þess að búa til list fyrir plöntur.

 

Einnig verður boðið upp á vinnustofu á fjölskyldustund í Gerðarsafni laugardaginn 4. september milli 13:00-15:00. Allir velkomnir.

Um listamanninn.

Lóa Björk Björnsdóttir útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskólans árið 2017. Frá útskrift hefur hún lagt áherslu á uppistand, hlaðvarps- og sjónvarpsþáttagerð. Meðal verkefna sem Lóa hefur unnið að eru Fyndnustu mínar uppistandskvöld, hlaðvarpið Athyglisbrestur á lokastigi og raunveruleikaþættirnir Æði. Lóa hefur einnig reynslu af samsköpunarleikhúsi en áhugann á listsköpun fyrir plöntur fékk hún í námi þegar hún bjó til sviðslistaverk fyrir pottaplöntur í stofunni heima hjá sér. Verkið heitir Plantasía og hefur verið í þróun síðan og tekið á sig nýjar myndir. Til að mynda var Plantasía II sýnd á sviðslistahátíðinni Plöntutíð 2020. Núverandi mynd Plantasíu er samsköpunarleikhús með börnum þar sem börnin kynnast aðferðum til að skapa sitt eigið Plöntuleikhús. Spurningarnar sem verkið spyr eru, geta plöntur notið listar? Getum við gert list án þess að reyna að höfða til mannlegra áhorfenda?
 

bottom of page