top of page
1/2
3. sept. 14:10
Geta plöntur notið listar? Í verklegri vinnustofu rannsaka nemendur við sviðslistadeild LHÍ möguleikana á því að búa til list fyrir plöntur og/eða með plöntum. Þau skoða hvernig plöntur geta veitt innblástur fyrir sköpunarferlið með æfingum og tilraunum. Vinnustofan byggist á því að prófa aðferðir sem leiðbeinendur, Lóa Björk og Hrefna Lind, hafa notað í sínum verkum. Á námskeiðinu er unnið með skapandi skrif, spuna og óhefðbundin rými sem gætu orðið sýningarstaðir fyrir verkin sem verða til á vinnustofunni. Fyrri vika vinnustofunnar fór í að skoða kveikjur, velja sér ásetning og prófa hugmyndir. Seinni vikan er sjálfstæð vinna sem lýkur með verki í vinnslu þann 3.sept.
bottom of page