top of page
DSC03194.jpg
PLO_2021_FBevent_1920x1005_unglingurinn_v1.png

4. sept. 16:00

Frítt

Unglingurinn í skóginum er gjörningur sem á sér stað í Öskjuhlíð og er hugsaður fyrir íbúa Öskjuhlíðar, plöntur og dýr, en hann er líka fyrir aðra gesti sem gera sér leið í skóginn. Flutningur gjörningsins er í höndum 100 unglinga. Þau ætla að dreifa sér um Öskjuhlíðina og fara með ljóðið, Únglingurinn í skóginum, eftir Halldór Laxness fyrir skóginn, plönturnar, mosann, grenitrén, steinana og kanínurnar … Þau ætla að endurtaka ljóðið stanslaust í 30 mínútur. Gestum og gangandi er boðið að koma í Öskjuhlíð og heyra og sjá unglinga í skógi flytja Únglinginn í skóginum.
 
Mig dreymdi ég geingi í skóginn eins og í fyrra
er ég gekk útí skóginn með stöllu minni,
og stóð á bakkanum við lækinn.
Þá kemur únglíngurinn í skóginum
hlaupandi með úngan teinúng í hendi sér;
klæddur skykkju sem var ofin úr laufum.
Hann lýtur niður að læknum,
eys vatni í lófa sér;
þeytir í loft upp og seigir:
Eia! Eia!
Eia vatn!
Eia perlur!
Eia leikur, leikur í sólskini útí skógi!
Þú ert orðin fullkomin síðan í fyrravor.
Hver fór skóginn,
kysti anemónur og hló,
anemónur og anemónur,
og fór að gráta?
Táta, veslings Táta.
Kondu litla nótintáta
að kyssa pótintáta
úti í skógi!

Um listamanninn:
Ásrún Magnúsdóttir var fædd í Reykjavík seint á níunda áratugnum. Verk hennar ganga oftast út á það að teygja út hugmyndirnar um dans og kóreografíu. Ásrún hefur hlotið jákvæða athygli bæði hérlendis og erlendis, hún hefur unnið fyrir ólík leikhús og hátíðir og hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín.  
Í augnablikinu leggur hún áherslu á það að vinna með fólki sem hefur ekki hugsað mikið um dans eða dansað mikið og hún vill gera ósýnilegar kóreógrafíur sýnilegar. Hún hefur áhuga á því að hækka í röddum sem henni finnst að eigi að heyrast betur í hverju sinni, gefa sviðið ólíkum hópi fólks og gefa því tækifæri á því að koma fram, vera séð og hlustað á.
Hún hefur mikla reynslu í því að vinna með mismunandi samfélagshópum, sérstaklega ungu fólki, unglingum og börnum en líka minni samfélögum, eins og hennar eigin nágrönnum svo dæmi séu tekin. 
Verkin hennar hafa verið sýnd víðsvegar um Evrópu og auk þess hefur hún haldið námskeið bæði fyrir starfandi listamenn og áhugafólk um list og kóreógrafíu. 


 
Styrktaraðilar: Reykjavíkurborg og Barnamenningarsjóður. 

bottom of page