Plantasía
Lóa Björk Björnsdóttir
Eygló Hilmarsdóttir
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
Hvernig líður plöntunni þinni? Hvernig líður þér með það? Grunar þig að hana skorti eitthvað? Það gæti verið að hún sé ekki að fá næga listræna örvun. Til þess að planta geti þrifist og dafnað þarf hún ekki bara mold, pott, vatn, næringu og sól, heldur þarf hún líka tónlist, gjörningalist, og ýmiskonar örvun. Á tímum hins mannmiðaða hættum við okkur á óþekktar slóðir þar sem plöntur eru áhorfendur, ekki manneskjur.
Mundu eftir að koma með plöntuna þína!
2
0
2
0
Moss and me
Vala Höskuldsdóttir
Moss and Me - Ástarsaga er samvinnuverkefni milli tegunda. það á tvo höfunda. manneskju og mosa. það er líka ástarsaga. Verkið er fyrir einn í einu. það er heima hjá mér. það er innávið. það er fyrir fáa.
BRUM
Andrea Elín Vilhjálmsdóttir
Gunnur Martinsdóttir Schlüter
Harpa Arnarsdóttir
Kara Hergils Valdimarsdóttir
Ragnheiður Erla Björnsdóttir
Við bjóðum þér í heimsókn, inn í okkar samfélag sem stendur þétt saman. Við bjóðum þér í nándina, næringuna og rónna sem okkar tilvist fylgir. Við bjóðum þér undir börkinn…
BRUM er nýtt upplifunarverk eftir Trigger Warning sem sýnt er í Heiðmörk á árstíðarskiptum að hausti. Verkið fæst við sambandið á milli manns og trjáa. Þú ferð í leiðangur sem leiddur er áfram af trjánum og því sem þau hafa að segja við þig. Gott er að mæta í fötum eftir veðri, í góðum skóm með lítinn bakpoka, vatnsbrúsa, lítið teppi og það sem þú þarft fyrir persónuelgar sóttvarnir.
Plantan ómar
Þjónustufulltrúar:
Búi Bjarmar Aðalsteinsson
Hrefna Lind Lárusdóttir
Kynningarfundur á plöntuflokksbundnu kórstarfi. Hefur þig alltaf langað að vita hvernig þín innri planta hljómar og/eða kynnast þinni innri plönturödd? Nú gefst borgarbúum tækifæri til uppgötva og rækta sinn innri plöntuhljóm.
Mannyrkjustöð Reykjavíkur býður ykkur velkomin á fyrsta kynningarfund í Neskirkju. Farið verður yfir rödd og líkamsbeitingu hvers plöntuflokks og skoðað hvernig þeir hljóma.
Fjórar kynslóðir
Kolfinna Nikulásdóttir
Við mamma og amma búum eiginlega allar saman. Amma býr á fyrstu hæðinni, mamma á annari og þriðju hæð og við hjónin og börnin okkar tvö í bakhúsinu. 4 kynslóðir á sama húsnúmeri. Ég veit ekki hvort þetta sé hollt. Að búa svona allar saman. Það er eins og ég sé ekki búin að slíta naflastrenginn við mömmu, og jafnvel mamma ekki heldur við ömmu. Dóttir mín valsar að vild á milli íbúða og amma segir stundum að hún eigi þrjú heimili. Það fer í taugarnar á mér því þetta er ekki satt, hún á bara eitt heimili.